Skólavist í Ásgarðsskóla
Skólavist í Ásgarðsskóla er ávallt háð samþykki sveitarfélagsins sem nemandi á lögheimili.
Forsjáraðilar barna sem ekki eiga lögheimili í Reykhólahreppi þurfa að sækja um námsvist utan lögheimilissveitarfélags í sínu sveitarfélagi. Umsókninni þarf að fylgja rökstuðningur og er hún lögð fram hjá því sveitarfélagi sem barnið á lögheimili í. Mörg sveitarfélög bjóða upp á rafræna umsóknargátt á heimasíðu sinni en annars þarf að fylla út þar til gert eyðublað og senda.
Allir þurfa einnig að fylla út umsóknareyðublað Ásgarðsskóla. Þegar umsókn berst hefur kennslustjóri samband.
Áhersla er lögð á að námsvist í Ásgarðsskóla sé skipulögð í nánu samstarfi við forsjáraðila og fræðsluyfirvöld í lögheimilissveitarfélagi nemandans og aðra sem kunna að koma að farsæld viðkomandi nemenda.
Forsjáraðilar greiða ekki fyrir skólavist í Ásgarðsskóla. Lögheimilissveitarfélagið greiðir kostnað vegna skólavistar utan sveitarfélags samkvæmt verðskrá Sambands íslenskra sveitarfélaga. Verðið miðast við að nemendafjöldi í skólanum sé allt að 50.
Í Skýjunum ehf. hefur þjónustusamning við Reykhólahrepp um rekstur Ásgarðsskóla samkvæmt samkomulagi.
Kennslustjóri tekur á móti umsóknum og svarar fyrirspurnum um skólavist
Óskar Finnur Gunnarsson
skolastjorn@asgardsskoli.is
s. 555-0023
